Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júní 2019 20:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslensku lögregluliðin byrja á sigrum á Norðurlandamótinu í Tallinn
Jóhann Örn í leik með KS/Leiftri árið 2009. Jóhann skoraði sigurmark íslensku lögreglumannanna gegn Eistlandi í dag.
Jóhann Örn í leik með KS/Leiftri árið 2009. Jóhann skoraði sigurmark íslensku lögreglumannanna gegn Eistlandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Í gær hófst Norðurlandamót lögreglumanna/kvenna í Tallinn, Eistlandi.

Íslenska lögreglan sendir frá sér tvö lið. Eitt karlalið og eitt kvennalið.

Kvennaliðið skipa þær: Katrín Ýr Árnadóttir, Soffía Ummarin Kristinsdóttir, Ýr Steinþórsdóttir, Ruth Þórðardóttir, Stefanía Pálsdóttir, Þóra Björk Þorgeirsdóttir, Aníta Björk Axelsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir, Sólveig Sverrisdóttir, Steinunn L. Jóhannesdóttir, Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, Selma Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Hörn Orradóttir, Ragnhildur Oddný Loftsdóttir, Hildigunnur Jónasdóttir, Elín Hrafnsdóttir, Kolbrún Ýr Jósefsdóttir og Birna Blöndal Sveinsdóttir.

Í karlaliðinu eru þeir: Christopher Þórarinn Anderiman, Kjartan Örn Yeoman, Halldór Björn Malmberg , Sveinbjörn Magnússon, Hreinn Júlíus Ingvarsson, Júlíus Orri Óskarsson, Kristmundur Kristjánsson, Friðrik Elí Bernhardsson og Sveinn Þór Þorvaldsson.

Þormóður Egilsson er þjálfari beggja liða.

Íslensku liðin mættu til Tallinn í gær og spiluðu í dag sína fyrstu leiki. Íslenska karlaliði lagði lið Eista að velli með einu marki gegn engu. Jóhann Örn Guðbrandsson gerði mark íslenska liðsins. Jóhann er fyrrum leikmaður KF, KS/Leiftur, KV og KS.

Íslenska kvennaliðið byrjaði einnig á sigri gegn Eistlandi. Soffía Ummarin Kristinsdóttir, Stefanía Pálsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir gerðu mörkin í 3-0 sigri.

Næstu leikir liðanna eru á morgun. Þá mætir karlaliðið Norðmönnum og kvennaliðið Svíum.
Athugasemdir
banner
banner