Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júní 2019 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt áhorfsmet á kvennaleik í Bretlandi
Ljónynjurnar fagna marki.
Ljónynjurnar fagna marki.
Mynd: Getty Images
England og Skotland áttust við á Heimsmeistaramóti kvenna í Frakklandi í gær.

Leikurinn fór fram í Hreiðrinu í Nice þar sem Íslands vann eftirminnilegan sigur á Englandi í 16-liða úrslitum EM 2016.

Svo fór að England vann 2-1 sigur. Englendingar komust í 2-0 og Skotland minnkaði muninn þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Skotar komust hins vegar ekki lengra og lokatölur 2-1 fyrir stelpurnar hans Phil Neville.

Það var mikið áhorf á leikinn í sjónvarpi en rúmlega 6 milljónir horfðu á hann í sjónvarpi. Það er nýtt áhorfsmet á kvennaleik í Bretlandi.

Rúmlega 13 þúsund manns voru á vellinum.

Þróun í rétta átt!


Athugasemdir
banner
banner
banner