Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 10. júní 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kane vonar að menn vakni: Hefðum getað gengið af velli með 3-1 eða 4-1
Icelandair
Kane fór illa með dauðafæri.
Kane fór illa með dauðafæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, tjáði sig í gær um tap liðsins gegn því íslenska á föstudagskvöldið. Ísland lagði England að velli, 0-1, á Wembley í síðasta leik enska liðsins fyrir EM. Næsti leikur Englands er gegn Serbíu í Gelsenkirchen eftir sex daga.

Baulað var á enska liðið í lok leiks og vonar fyrirliðinn að þetta sé næg áminning svo menn vakni.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

„Ég hef margoft sagt að það eigi að dæma okkur eftir því hvernig okkur gengur á stórmótum. Auðvitað verður einhver hávaði eftir það (tap gegn Íslandi), en ég held að það sé mikil bjartsýni hjá stuðningsmönnum og það réttilega," sagði Kanes.

„Þegar allt kemur til alls þá er það undir okkur komið að sjá til þess að við náum því besta fram á vellinum."

„Þetta gæti verið góð vakning fyrir alla til að átta sig á því að þetta verður ekki eins auðvelt og fólk heldur. Það er mikil vinna framundan."


Kane vill meina að hann, Cole Palmer og Anthony Gordon hafi verið óheppnir að skora ekki nokkrum sinnum í leiknum. England átti einungis eitt skot á mark Íslands, laflaust skot frá Phil Foden, á meðan Ísland átti fjórar tilraunir á mark Englands.

„Ég held það séu nokkrir hlutir sem við verðum að bæta, klárlega."

„Þetta var einn af þessum leikjum. Á öðrum degi... við fengum 3-4 dauðafæri - ég, Cole, og Ant - við hefðum getað gengið af velli með 3-1 eða 4-1 og þá væru allir mjög glaðir á leið á EM."

„Það eru hlutir sem við þurfum að bæta, sérstaklega hvernig við pressum. Leikirnir í riðlinum verða eins og þessi leikur, við þurfum að vera rólegri á boltann.“

„Það var ekki nógu mikið hungur, menn þorðu varla í návígi. Við unnum ekki annan boltann, það er mikilvægt að vinna þá gegn svona liði til að halda pressunni gangandi, en við gerðum það ekki vel,"
sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner