De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mið 10. júlí 2024 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu frábært mark Simons gegn Englendingum - „Hafið þið séð annað eins?“
Xavi Simons var að skora frábært mark fyrir Holland gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins en það kom eftir aðeins átta mínútna leik.

Simons stal boltanum af Declan Rice étt fyrir utan teiginn, hljóp nokkra metra fram á við áður en hann hamraði boltanum upp í samskeytin vinstra megin.

Þetta var fyrsta markið sem hann skorar á EM en hann er einnig kominn með þrjár stoðsendingar á mótinu.

„Hafið þið séð annað eins?“ sagði og spurði Gunnar Birgisson í lýsingunni á RÚV.

Hægt er að sjá þetta geggjaða mark hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner