Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. október 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson.
Heiðar Ægisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Konráðsson.
Kristófer Konráðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi er nítján ára gamall sóknarmaður sem spilar með Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla. Stefán var að láni hjá Grindavík fyrri hluta tímabilsins en var kallaður heim í Kópavoginn í ágúst.

Stefán hefur skorað tvö mörk með Blikum í sumar, bæði í Mjólkurbikarnum. Hann skoraði þá þrjú mörk í sex leikjum með Grindavik. Hann á að baki fjórtán unglingalandsleiki og skoraði í þeim þrjú mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Stefán Ingi Sigurðarson

Gælunafn: Kallaður Stebbi af flestum en Steve inn á milli. Svo er það Stef úti í Boston.

Aldur: 19

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Spilaði æfingaleik fyrir undirbúningstímablilið 2018 en fyrsti alvöru keppnisleikurinn var í Mjólkurbikarnum á móti Keflavík, Júní 2020

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Mini Cooper

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders

Uppáhalds tónlistarmaður: Var alltaf Herra en er núna mikið í Dave

Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Einarsson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, Mars og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Og gangi þér hrikalega vel á eftir”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Útiloka ekkert

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Líklegast Karamoko Dembele, en svo er Daryl Dike að gera góða hluti í MLS deildinni þessa stundina.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Mikið fótboltavit í Óskari og Dóra. Svo hafa Páll Einarsson og Olgeir Sigurgeirsson hjálpað mér mjög mikið.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jökull Andrésson heldur ekki kjafti. Toppmaður utan vallar samt.

Sætasti sigurinn: Að skora í og vinna úrslitaleik N1 mótsins með A2

Mestu vonbrigðin: Að klúðra of mörgun Íslandsmeistaratitlum í 2. flokki

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Heiðar Ægisson, maðurinn kann að gefa fyrir

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Hlyns og Andri Fannar

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kristófer Konráðsson í formi er virkilega fallegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Atli Hrafn Andra

Uppáhalds staður á Íslandi: Garðabæjarlaug

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer með bænir

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með landsliðinu í handbolta og úrslitakeppni körfubolta á Íslandi

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X skórnir skemmdust þannig er í Under Armour ClutchFit þessa stundina. Erfitt að finna góða skó í minni stærð.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði var alltaf leiðilegt

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Binni er alltaf að tala um hvernig hann geti lamið Viktor Örn, myndi taka þá tvo til að sjá Binna tapa. Svo tæki ég Róbert Orra og við myndum finna leið af eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef skorað mark sem fór á SportsCenter (sjá neðst)

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Viktor Karl, ekki bara myndarlegur heldur líka frábær manneskja

Hverju laugstu síðast: Hvar ég hefði verið

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Torres af hverju hann yfirgaf Liverpool :(


Athugasemdir
banner
banner