Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 10. nóvember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir meistarana í Danmörku og Svíþjóð sýna Elísu áhuga
Elísa hér fyrir miðju.
Elísa hér fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir gæti verið á leið aftur í atvinnumennsku.

Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi á Viaplay, er með góð tengsl og hann segir að það sé áhugi á bakverðinum öfluga hjá mjög góðum liðum erlendis.

Hann segir að Elísa hafi æft bæði með HB Köge í Danmörku og Rosengård í Svíþjóð á dögunum.

Bæði þessi lið eru deildarmeistarar í sínum löndum og taka þátt í Meistaradeildinni. Það væri því mjög spennandi skref fyrir Elísu að fara í annað hvort þessara félaga.

Elísa er þrítug að aldri og var fyrirliði Íslandsmeistara Vals á síðustu leiktíð. Hún er uppalin hjá ÍBV en fór til Kristianstad í Svíþjóð 2014 og var þar í eitt ár. Hún gekk svo í raðir Vals þar sem hún hefur verið síðan.

Elísa á að baki 42 A-landsleiki. Hún átti stórleik gegn Kýpur í síðasta mánuði er hún spilaði í vinstri bakverði, en hún spilar vanalega hægra megin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner