Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. desember 2019 07:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
FH ætlar að gera upp við leikmenn fyrir jól
Launagreiðslur til Steven Lennon hafa staðið á sér.
Launagreiðslur til Steven Lennon hafa staðið á sér.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Menn fóru í það fyrir um hálfum mánuði síðan að taka á þessum vanskilaskuldum við leikmenn. Í dag er örlítið brot eftir af því og það verður klárað fyrir jólin. Þá getur FH sagt; Við skuldum engin laun," segir Viðar Halldórsson, formaður FH, viðFréttablaðið.

Fjallað hefur verið um að FH skuldi einhverjum leikmönnum laun, þar á meðal sóknarmanninum Steven Lennon sem hefur ekkert spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu hingað til.

„Þetta er búið að vera þungt í nokkra mánuði og menn kannski ekki nógu duglegir að klára málin," viðurkennir Viðar við Fréttablaðið

„Það þarf að fara í svona mál og það var gert. Ég veit að fjölmörg félög skulda leikmönnum laun, hvort þau skulda jafn mikið veit ég ekki, en fullt af félögum skulda laun og hafa gert í lengri tíma. Það er ekkert gaman að vita af því.“

FH endaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar fyrr á árinu og leikur því í Evrópukeppni á komandi ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner