Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   sun 10. desember 2023 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Malard allt í öllu í stórsigri Man Utd
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var nóg um að vera í ensku ofurdeildinni í dag þar sem Manchester United vann góðan útisigur gegn Tottenham eftir að Liverpool hafði gert jafntefli við Bristol City.

Þetta er mikilvægur sigur fyrir Rauðu djöflana sem eru í fjórða sæti, með 18 stig eftir 9 fyrstu umferðir tímabilsins. Þær rúlluðu yfir Tottenham í leik þar sem Melvine Malard fór á kostum.

Malard skoraði tvennu og gaf eina stoðsendingu í 0-4 sigri, þar sem Tottenham var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en lenti undir gegn gangi leiksins. Man Utd tók svo völdin á vellinum eftir leikhléð og nýtti færin sín til hins ýtrasta.

Hin norska Sophie Roman Haug bjargaði þá stigi fyrir Liverpool er liðið fékk Bristol City í heimsókn. Liðin áttust við í þokkalega jöfnum leik, en Liverpool er í fimmta sæti eftir jafnteflið - þremur stigum eftir Man Utd.

Bristol nældi í sitt fimmta stig á deildartímabilinu og er í næstneðsta sæti.

Að lokum tapaði botnlið West Ham heimaleik gegn Everton, en Dagný Brynjarsdóttir fyrirliði Hamranna er í barneignarfríi.

Fyrr í dag vann Arsenal toppslaginn gegn Chelsea 4-1 áður en Maria Þórisdóttir lagði upp í 2-2 jafntefli Brighton gegn Leicester.

Arsenal 4 - 1 Chelsea

Brighton 2 - 2 Leicester

Liverpool 1 - 1 Bristol City

Tottenham 0 - 4 Man Utd

West Ham 0 - 1 Everton

Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea W 6 5 1 0 12 3 +9 16
2 Manchester City W 6 5 0 1 17 8 +9 15
3 Man Utd W 6 4 2 0 16 3 +13 14
4 Tottenham W 6 4 0 2 7 7 0 12
5 Arsenal W 6 3 2 1 13 6 +7 11
6 London City Lionesses W 6 3 0 3 7 14 -7 9
7 Brighton W 6 2 1 3 6 5 +1 7
8 Aston Villa W 5 1 3 1 4 4 0 6
9 Leicester City W 6 1 2 3 3 8 -5 5
10 Everton W 6 1 1 4 7 11 -4 4
11 Liverpool W 5 0 0 5 2 10 -8 0
12 West Ham W 6 0 0 6 2 17 -15 0
Athugasemdir
banner