Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Að læra að ganga aftur hefur verið stór áskorun“
Pearson var farinn að notast við hækjur þegar hann stýrði Bristol City.
Pearson var farinn að notast við hækjur þegar hann stýrði Bristol City.
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson, fyrrverandi stjóri Leicester City og Watford, segir mikla og stóra áskorun að hafa þurft að læra að ganga aftur. Á síðasta ári var greint frá því að hann væri að glíma við taugasjúkdóm.

Pearson sagðist vera að bíða eftir frekari greiningu í október 2023, skömmu áður en hann var rekinn sem stjóri Bristol City.

Pearson birtir uppfærslu á ástandi sínu á samfélagsmiðlum þar sem hann þakkar öllu því góða fólki sem hefur sýnt honum stuðning.

„Að læra að ganga aftur hefur verið ótrúleg áskorun. Ég vil þakka fjölskyldu, vinum, samstarfsfólki, stuðningsmönnum og heilbrigðisstarfsfólki innilega fyrir stuðninginn," segir Pearson.

Hann er 61 árs og segist hafa tekið miklum framförum, sé farinn að geta hjólað og sveiflað golfkylfum.

„Þó óvissa sé með framhaldið get ég sagt að jákvæðni og hlátur hafa reynst besta lyfið."


Athugasemdir
banner
banner