banner
   mið 11. janúar 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fær lægri laun hjá HB en hjá Leikni - Óánægður með sjálfan sig
Óánægður með sjálfan sig
Óánægður með sjálfan sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enginn vafi á því að ég fær lægri laun hér en í mínum huga er það íþróttahliðin sem hefur meira að segja," sagði Mikkel Dahl í viðtali við danska miðilinn bold og segist vonast til þess að berjast um stóru titlana á næsta tímabili.

Danski framherjinn gekk aftur í raðir færeyska félagsins HB á mánudag eftir að hafa spilað með Leikni Reykjavík á síðasta tímabili. Hann kom til Leiknis fyrir um ári síðan eftir að hafa sett markamet með HB tímabilið 2021.

Dahl skoraði 27 mörk í 25 leikjum tímabilið 2021 en einungis fjögur mörk í 20 leikjum með Leikni á síðasta tímabili.

„Ég er ekki ánægður með mitt fram­lag og hafði reiknað með því að skila mun meiru til liðsins. Ég hafði mjög góða til­finn­ingu eft­ir und­ir­bún­ings­tíma­bilið þar sem mér fannst mér ganga vel og skoraði slatta af mörk­um."

„Við lentum í erfiðleikum, reyndum að breyta hlutunum en þetta fór allt öðruvísi en ætlað var."

„Það var vel komið fram við mig og ég hef ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Utan vallar var þetta fínn tími en ég spila fótbolta erlendis til þess að ná árangri á vellinum,"
sagði Dahl.

HB endaði í 3. sæti færeysku deildarinnar í fyrra og varð í 2. sæti tímabilið 2021 þegar Dahl raðaði inn mörkunum. Leiknir endaði í 12. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Siggi Höskulds um Dahl:
„Náði aldrei takti og heilt yfir mikil vonbrigði"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner