Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 09. janúar 2023 13:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikkel Dahl aftur í HB - „Náði aldrei takti og heilt yfir mikil vonbrigði"
Í leik með Leikni í sumar.
Í leik með Leikni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikkel Dahl er að snúa aftur til HB í Færeyjum eftir eitt ár hjá Leikni Reykjavík samkvæmt heimildum Tipsbladet í Danmörku.

Dahl náði ekki að sýna sitt besta í Breiðholtinu eftir að hafa sett markamet með HB tímabilið 2021. Þá skoraði hann 27 mörk í 25 leikjum sem vakti athygli manna í Breiðholti og annars staðar.

Dahl verður þriðji Daninn sem HB fær í vetur. Félagið er það stærsta í Færeyjum en endaði einungis í þriðja sæti á síðasta tímabili.

Markmiðið er gullið á komandi tímabili og á Dahl að hjálpa til við að ná því markmiði. Hann er 29 ára framherji sem skoraði fjögur mörk í tuttugu deildarleikjum á liðnu tímabili með Leikni.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, ræddi um Mikkel í viðtali eftir síðasta tímabil. Siggi hafði þetta að segja um Mikkel:

„Hann meiðist rétt fyrir mót, kemur inn í mótið og er einhvern veginn alltaf að velta þessum meiðslum fyrir sér. Mér fannst hann vera hræddur við að meiðast, beitti sér ekki 100% miðað við hvernig hann var yfir veturinn þar sem hann var frábær, í frábæru standi og hugsaði vel um sig. Á endanum meiðist hann fjórum sinnum í sumar. Meiðslasagan hans var mjög góð, búinn að spila nánast hvern einasta leik í tvö ár, var í geggjuðu standi, búinn að bæta markmetið í Færeyjum sem er svipuð deild að mörgu leyti."

„Það erfiðasta sem þú gerir er að sækja framherja að utan, þú horfir á markarecordið. Ef hann er með alvöru markarecord þá er ekki séns að fá hann í Leikni. Þarna var maður með frábært markarecord, á fínum aldri, búinn að raða inn mörkum, aldrei meiddur, í geggjuðu standi og ég varð að fá hann. Svo koma þessi meiðsli rétt fyrir mót, og svo aftur og aftur og aftur. Alltaf eitthvað. Hann náði aldrei takti, komu glefsur inn á milli en heilt yfir mikil vonbrigði."


Viðtalið við Sigga má nálgast hér að neðan.
Siggi Höskulds gerir upp tíma sinn í Breiðholtinu
Athugasemdir
banner
banner
banner