Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. febrúar 2020 15:20
Elvar Geir Magnússon
Óskarsverðlaunaleikstjóri myndi bjóða De Bruyne í sitt síðasta matarboð
Bong Joon-ho sankaði að sér Óskurum.
Bong Joon-ho sankaði að sér Óskurum.
Mynd: Getty Images
Suður-kóreski leikstjórinn Bong Joon-ho er orðinn stjórstjarna eftir að hafa sópað til sín verðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld.

Hann var valinn besti leikstjórinn fyrir mynd sína Parasite en hún hlaut fjölda verðlauna á kvöldinu.

Þá er stutt í sprellið hjá Joon-ho sem er litríkur karakter eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan þar sem hann er að spauga í Renée Zellweger.

Í nýju viðtali var Joon-ho spurður að því hvaða fimm einstaklingar, lífs eða liðnir, myndu fá boð í hans síðasta matarboð.

Hann nefndi þar leikstjórana goðsagnakenndu Alfred Hitchcock og Martin Scorsese, kóresku skautadrottninguna Yuna Kim og tónlistarmanninn Jimmy Page úr Led Zepellin.

Nafn Kevin de Bruyne, leikmanns Manchester City, vekur þó mesta athygli en leiða má líkum að því að Joon-ho sé stuðningsmaður City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner