Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. febrúar 2024 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: TV 2 
Hilmir Rafn á leið til Kristiansund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hilmir Rafn Mikaelsson er á leið til Kristiansund í Noregi á láni frá ítalska liðinu Venezia samkvæmt heimildum norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2.


Þessi tvítugi sóknarmaður var á láni hjá Tromsö í fyrra en Venezia kallaði hann til baka eftir að hann meiddist. Hann lék aðeins þrjá leiki fyrir félagið.

Samkvæmt heimildum TV 2 mun hann fara á láni til Kristiansund sem spilar í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa unnið í umspili um sæti í deildinni á þeirri síðustu.

Brynjólfur Willumsson leikur með liðinu.

TV 2 reyndi að hafa samband við menn hjá Kristiansund en fékk engin svör.

Hilmir á að baki þrjá landsleiki fyrir u21 árs landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner