Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 11. febrúar 2024 10:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel ósáttur með reglurnar - „Það meikar meiri sens"
Mynd: EPA

Leverkusen er algjörlega óstöðvandi í þýsku deildinni en liðið lagði Bayern Munchen í toppslagnum í gær.


Eftir sigurinn er Leverkusen með fimm stiga forystu á Bayern á toppnum en liðið hefur ekki tapað leik í vetur.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Leverkusen en Josip Stanisic kom liðinu yfir. Hann er á láni frá Bayern en Thomas Tuchel er ekki hrifin af því að hann hafi fengið að spila leikinn.

„Á Englandi er góð regla. Þegar þú lánar leikmenn geta þeir ekki spilað gegn manni. Fyrir mér meikar það meiri sens. Reglan er því miður ekki í gildi í Þýskalandi," sagði Tuchel.


Athugasemdir
banner
banner
banner