Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 11. mars 2019 11:39
Arnar Daði Arnarsson
Myndir af Hallgrími Mar notaðar á fölskum Tinder aðgangi
Hallgrímur Mar á vellinum með KA í fyrrasumar.
Hallgrímur Mar á vellinum með KA í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA í Pepsi Max-deildinni hefur verið að vinna í því að undanförnu að láta eyða fölskum Tinder aðgangi þar sem viðkomandi er að nota mynd af Hallgrími.

„Þetta er mjög steikt. Ég fékk bara send skilaboð í gær frá vinkonu kærustu minnar, þar sem hún sendir mér mynd af Tinder aðgang á nafninu Aron, 18 ára strák frá Grindavík, eða hann gefur sig allavega út fyrir að heita Aron og vera 18 ára. Það vill svo til að gæinn er með mynd af mér."

„Hann hefur farið inná Instagram síðuna mína og náð í einhverja mynd sem honum hefur litist ágætlega á. Það er spurning hver tilgangurinn sé með þessu," segir Hallgrímur Mar sem vonast til að aðgangurinn verði lokaður sem fyrst.

„Ég setti þetta strax í story á Instagram til að auglýsa þennan aðgang og láta loka honum. Maður veit aldrei hver gæti verið á bakvið svona aðgang. Vonandi að aðgangnum verði bara lokað sem fyrst eða hann hætti þessu."

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem óprúttnir aðilar nota myndir af Hallgrími á Tinder.

„Þetta er í annað skiptið sem að þetta gerist. Það var einhver meistari í Danmörku búinn að gera sér Tinder aðgang og nota fullt af myndunum mínum á Instagram, strákur sem kallar sig Rasmus."

„Ég var búinn að fá fullt af skilaboðum um hann, það var aðeins meiri metnaður hjá honum reyndar, þar sem kærasta mín var allt í einu systir mín og eitthvað fleira. Ég held að hann gæti enn verið að nota þær, það gekk eitthvað mjög illa að eyða þeim vitleysingi af Tinder," sagði Hallgrímur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner