Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Frakkar tóku bronsið
Kvenaboltinn
Frakkar tóku bronsið í ár
Frakkar tóku bronsið í ár
Mynd: EPA
Franska kvennalandsliðið vann Svíþjóð samanlagt, 4-3, í einvígi um þriðja sæti Þjóðadeildarinnar á 3-Arena í Stokkhólmi í kvöld.

Frakkar unnu fyrri leikinn gegn Svíum, 2-1, í Frakklandi, en þær frönsku þurftu að hafa fyrir bronsinu í leik kvöldsins.

Clara Mateo virtist gulltryggði þeim þriðja sætið er hún skoraði á 58. mínútu en á lokamínútum leiksins skoruðu Svíar tvö mörk. Evelyn Ijeh skoraði á 84. mínútu og tryggði Rusul Kafaji framlengingu með marki í uppbótartíma.

Þær frönsku ætluðu ekki að láta þetta renna sér úr greipum og kom sigurmarkið frá þeim í upphafi síðari hluta framlengingarinnar með marki Kelly Gago.

Fleiri urðu mörkin ekki í Stokkhólmi og Frakkar á verðlaunapall í Þjóðadeildinni í annað sinn í röð, en síðast höfnuðu þær í öðru sæti eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í úrslitum.

Svíþjóð 2 - 2 Frakkland (3-4)
0-1 Clara Mateo ('58 )
1-1 Evelyn Ijeh ('84 )
2-1 Rusul Kafaji ('90 )
2-2 Kelly Gago ('106)


Athugasemdir
banner
banner
banner