Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dzeko gæti fengið sekt og bann
Mynd: EPA
Edin Dzeko, framherji Fiorentina, gæti fengið sekt og jafnvel dæmdur í bann fyrir að ávarpa stuðningsmenn liðsins eftir 2-0 tap gegn Atalanta um helgina.

Fiorentina hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu en liðið er án sigurs eftir 13 umferðir í deildinni. Ekkert lið hefur náð að halda sér uppi í sögunni eftir jafn slæma byrjun.

Dzeko gagnrýndi stuðningsmenn liðsins eftir AEK í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Þá tók hann gjallarhorn eftir leikinn gegn Atalanta og sagði að þeir ættu ekki að gagnrýna liðið fyrir slæmar sendingar.

Gazzetta dello Sport greinir frá því að Dzeko gæti fengið refsingu fyrir þetta athæfi þar sem reglur ítölsku deildarinnar banna leikmönnum að ávarpa stuðningsmenn, hóta eða móðga þá. Hann gæti átt yfir höfði sér 20 þúsund evru sekt eða jafn vel eins leiks bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner