Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Brynjólfur lék allan leikinn fyrir luktum dyrum
Brynjólfur var að sjálfsögðu í byrjunarliði Groningen
Brynjólfur var að sjálfsögðu í byrjunarliði Groningen
Mynd: EPA
Brynjólfur Andersen Willumsson lék allan leikinn með Groningen sem tapaði fyrir AJax, 2-0, í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en leikurinn var spilaður fyrir luktum dyrum vegna atvik sem átti sér stað á sunnudag.

Leikur Ajax og Groningen hófst á sunnudag en það þurfti að hætta leik vegna stuðningsmanna sem sprengdu flugelda inn á vellinum.

Ástæðan var mjög sérstök en ekki er langt síðan einn vinsæll stuðningsmaður Ajax lét lífið og var hans hinsta ósk að stuðningsmenn gætu fengið dómarann til að flauta leikinn af í byrjun leiks.

Ætlunarverkið tókst. Dómarinn sagði leikmönnum að yfirgefa völlinn og var leikurinn settur í dag, nema í þetta sinn fyrir luktum dyrum og þar hafði Ajax góðan 2-0 sigur.

Brynjólfur var í fremstu víglínu hjá Groningen sem er í 8. sæti með 20 stig. Ajax er í 5. sæti með 23 stig.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Noah sem gerði markalaust jafntefli við Van í armensku úrvalsdeildinni. Noah er í 5. sæti með 23 stig.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn af bekknum í 6-1 stórsigri Herthu Berlín á Kaiserslautern í 16-liða úrslitum þýska bikarsins. Luca Schuler skoraði tvennu fyrir Herthu sem er komið áfram í 8-liða úrslitin.

Hjörtur Hermannsson var hvíldur á bekknum hjá Volos sem slátraði PAE Egaleo 6-0 í deildarkeppni gríska bikarsins. Volos er í 4. sæti með 7 stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner