Arnar Breki Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV en fyrri samningur hans við félagið rann út í síðasta mánuði. Hann er nú samningsbundinn til næstu þriggja ára.
Arnar Breki er uppalinn Eyjamaður sem getur bæði spilað í fremstu línu og á kantinum. Hann er 23 ára og að baki 140 KSÍ leiki, alla fyrir ÍBV eða venslaliðið KFS. Í þeim hefur hann skorað 18 mörk.
Á liðnu tímabili kom hann við sögu í 21 leik og lagði samkvæmt Fotmob upp tvö mörk.
Arnar Breki er uppalinn Eyjamaður sem getur bæði spilað í fremstu línu og á kantinum. Hann er 23 ára og að baki 140 KSÍ leiki, alla fyrir ÍBV eða venslaliðið KFS. Í þeim hefur hann skorað 18 mörk.
Á liðnu tímabili kom hann við sögu í 21 leik og lagði samkvæmt Fotmob upp tvö mörk.
Hann á að baki einn leik fyrir yngri landsliðin, vináttuleik með U21 í nóvember 2022 gegn Skotlandi.
„Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Arnari síðustu ár en þegar hann hefur haldist heill hefur hann leikið frábærlega og verið lykilmaður í liði ÍBV. Knattspyrnuráð fagnar því að Arnar hafi ákveðið að verja næstu árum hjá ÍBV og bindur ráðið vonir við að Arnar geti hjálpað liðinu að ná markmiðum sínum á næstu árum," segir í tilkynningu ÍBV.
Athugasemdir



