Guðrún Jóna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hún skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Hún mun aðstoða Jonathan Glenn sem var ráðinn til félagsins í síðasta mánuði. Hún vann með honum hjá Keflavík síðustu tvö ár. Hún hefur einnig þjálfað hjá Haukum, Þrótti, FH, KR og Aftureldingu/Fjölni.
Hún mun aðstoða Jonathan Glenn sem var ráðinn til félagsins í síðasta mánuði. Hún vann með honum hjá Keflavík síðustu tvö ár. Hún hefur einnig þjálfað hjá Haukum, Þrótti, FH, KR og Aftureldingu/Fjölni.
Hún spilaði yfir 350 leiki með KR á sínum tíma og á að baki 25 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Selfoss spilar í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa unnið 2. deildina með miklum yfirburðum síðasta sumar.
Athugasemdir



