Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 11:45
Elvar Geir Magnússon
Svona yrði mesti dauðariðill sem gæti komið upp á HM
Erling Haaland, markahrókur Noregs.
Erling Haaland, markahrókur Noregs.
Mynd: EPA
Á föstudaginn verður dregið í riðla fyrir HM næsta sumar en keppnin verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Drátturinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á RÚV 2.

Í tilefni af drættinum setti Guardian til gamans saman mögulegan dauðariðil sem gæti mögulega komið upp í drættinum á föstudag.

Mögulegur dauðariðill: Argentína, Marokkó, Ítalía og Noregur.

Þetta eru liðin sem eru í 1. sæti, 11. sæti, 12. sæti og 29. sæti á heimslista FIFA. Argentína er ríkjandi heimsmeistari og Marokkó efst Afríkulanda á listanum.

Noregur er neðst þessara liða á styrkleikalistanum en vann alla átta leiki sína í undankeppninni og skoraði 37 mörk.

Ítalía hefur ekki tryggt sér sæti á mótinu og verður í neðsta styrkleikaflokki ef það tekst þar sem liðið er á leið í umspil í mars. Þar þarf Ítalía að vinna Norður-Írland og sigurvegarann úr leik Wales og Bosníu til að komast á mótið.

Athugasemdir
banner
banner