Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Dortmund úr leik - Leipzig kom til baka og vann
Dortmund er úr leik í bikarnum
Dortmund er úr leik í bikarnum
Mynd: EPA
Þýska stórliðið Borussia Dortmund er úr leik í þýska bikarnum eftir að hafa tapað fyrir Bayer Leverkusen, 1-0, í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Hinn bráðefnilegi Ibrahim Maza skoraði sigurmark Leverkusen gegn Dortmund.

Kasper Hjulmand að gera frábæra hluti með Leverkusen og aðeins tapað þremur leikjum síðan hann tók við af Erik ten Hag í byrjun leiktíðar.

Borussia Mönchengladbach tapaði fyrir St. Pauli, 2-1, á heimavelli, en Louis Oppie setti sigurmarkið fyrir gestina þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

RB Leipzig kom þá til baka gegn B-deildarliði Magdeburg og vann 3-1.

Christoph Baumgartner skoraði tvö fyrir Leipzig og Antonio Nusa, einn af mest spennandi vængmönnum Evrópu, eitt.

Úrslit og markaskorarar:

Borussia M. 1 - 2 St. Pauli
0-1 Martijn Kaars ('43 )
1-1 Haris Tabakovic ('56 )
1-2 Louis Oppie ('83 )

Borussia D. 0 - 1 Bayer
0-1 Ibrahim Maza ('34 )

RB Leipzig 3 - 1 Magdeburg
0-1 Silas Gnaka ('11 , víti)
1-1 Antonio Nusa ('19 )
2-1 Christoph Baumgartner ('29 )
3-1 Christoph Baumgartner ('54 )
Athugasemdir
banner