Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mateta vill spila á Ítalíu - Milan hefur áhuga
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er spenntur fyrir því að spila í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. TalkSPORT greinir frá þessu.

Mateta hefur skorað níu mörk í 21 leik á tímabilinu en samningur hans við félagið rennur út árið 2027.

Milan er meðvitað um að hann hafi áhuga á að spila á Ítalíu og vilja fá hann til sína. Milan hefur keypt marga leikmenn úr úrvalsdeildinni undanfarið en liðið er á toppi ítölsku deildarinnar.

Fikayo Tomori, Christian Pulisic, Ruben Loftus-Cheek, Christopher Nkunku og Pervis Estupinian hafa allir gengið til liðs við Milan frá Englandi síðustu ár.
Athugasemdir
banner