Spænska kvennalandsliðið vann Þjóðadeild Evrópu í annað sinn í röð er það pakkaði Þjóðverjum saman, 3-0, í seinni leik liðanna á Spáni í kvöld.
Börsungarnir Claudia Pina og Vicky Lopez skoruðu mörk Spánverja í síðari hálfleiknum.
Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Þýskalandi en Spánverjar rúlluðu yfir þær þýsku í kvöld.
Heimsmeistararnir skoruðu öll þrjú mörkin á þrettán mínútna kafla í síðari hálfleiknu. Pina kom þeim yfir á 61. mínútu áður en Lopez tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar. Pina gerði síðan annað mark sitt um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Spánn Þjóðadeildarmeistari í annað sinn og er því áfram eina þjóðin sem hefur unnið þessa keppni síðan hún var sett á laggirnar árið 2023.
SPAIN BEAT GERMANY TO BECOME BACK-TO-BACK UEFA NATIONS LEAGUE CHAMPIONS ???????? pic.twitter.com/VrBq8n0YzF
— B/R Football (@brfootball) December 2, 2025
Athugasemdir


