Hlynur Sævar Jónsson æfir þessa dagana með Íslandsmeisturum Víkings en hann er án félags sem stendur.
ÍA nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans í síðasta mánuði og er varnarmaðurinn í leit að nýju félagi.
ÍA nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans í síðasta mánuði og er varnarmaðurinn í leit að nýju félagi.
Hlynur er 26 ára uppalinn Skagamaður sem lék 19 leiki með ÍA á liðinni leiktíð.
„Ég hef margt fram á að færa og hlakka bara til að geta sýnt hvað í mér býr með nýju félagi," sagði Hlynur í viðtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði.
Annar leikmaður sem er án félags, Dagur Ingi Valsson, hefur þá verið að æfa með Val. Samningur hans við KA rennur út í lok árs en miðjumaðurinn verður ekki áfram fyrir norðan.
Athugasemdir


