Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Juventus í 8-liða úrslit
Jonathan David skoraði í sigri Juventus
Jonathan David skoraði í sigri Juventus
Mynd: EPA
Juventus 2 - 0 Udinese
1-0 Jonathan David ('23 )
2-0 Manuel Locatelli ('68 , víti)

Juventus er komið áfram í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir að hafa lagt Udinese að velli, 2-0, á Allianz-leikvanginum í kvöld.

Kanadíski sóknarmaðurinn Jonathan David skoraði einfalt mark á 23. mínútu leiksins. Hann fékk boltann í teignum, skaut honum í hinn 17 ára gamla Matteo Palma og þaðan í netið.

David skoraði annað mark fyrir Juventus sem var hreint út sagt geggjað. Hann stóð upp við endalínu, en ákvað að láta vaða í þaknetið nær, en markið var ranglega tekið af. Það kom ekki að sök fyrir heimamenn sem kláruðu leikinn í þeim síðari.

Manuel Locatelli sendi Juventus áfram með marki úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins.

Juventus mætir Atalanta eða Genoa í 8-liða úrslitum, en það mun skýrast á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner