Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir erlendir leikmenn áfram hjá Fram (Staðfest)
Kvenaboltinn
Ashley Orkus í leik með FHL.
Ashley Orkus í leik með FHL.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þær Emma Kate Young og Ashley Brown Orkus hafa skrifað undir áframhaldandi samninga við Fram og verða með liðinu í Bestu deildinni á komandi tímabili.

Emma er hafsent, fædd 2000, sem kom til Grindavíkur fyrir tímabilið 2024. Hún skipti svo til Filippseyja eftir síðasta tímabil en sneri aftur í Fram í sumar og spilaði níu síðustu leikina. Hún þekkir vel til Antons Inga Rúnarssonar, þjálfara Fram, en þau unnu saman hjá Grindavík.

Ashley er 27 ára markvörður sem kom til Fram í glugganum í sumar. Hún þekkir vel til á Íslandi því hún lék með FHL tímabilið 2023.

Báðar eru þær frá Bandaríkjunum. „Emma er hafsent og Ashley er markmaður en þær gengur báðar til liðs við Fram á miðju síðasta tímabili og spiluðu lykilhlutverk í því að hjálpa liðinu að tryggja áframhaldandi veru í deild þeirra bestu. Það er mikil ánægja með að tryggja þær áfram hjá Fram á komandi tímabili," segir í tilkynningu Fram.
Athugasemdir
banner
banner