Þær Emma Kate Young og Ashley Brown Orkus hafa skrifað undir áframhaldandi samninga við Fram og verða með liðinu í Bestu deildinni á komandi tímabili.
Emma er hafsent, fædd 2000, sem kom til Grindavíkur fyrir tímabilið 2024. Hún skipti svo til Filippseyja eftir síðasta tímabil en sneri aftur í Fram í sumar og spilaði níu síðustu leikina. Hún þekkir vel til Antons Inga Rúnarssonar, þjálfara Fram, en þau unnu saman hjá Grindavík.
Emma er hafsent, fædd 2000, sem kom til Grindavíkur fyrir tímabilið 2024. Hún skipti svo til Filippseyja eftir síðasta tímabil en sneri aftur í Fram í sumar og spilaði níu síðustu leikina. Hún þekkir vel til Antons Inga Rúnarssonar, þjálfara Fram, en þau unnu saman hjá Grindavík.
Ashley er 27 ára markvörður sem kom til Fram í glugganum í sumar. Hún þekkir vel til á Íslandi því hún lék með FHL tímabilið 2023.
Báðar eru þær frá Bandaríkjunum. „Emma er hafsent og Ashley er markmaður en þær gengur báðar til liðs við Fram á miðju síðasta tímabili og spiluðu lykilhlutverk í því að hjálpa liðinu að tryggja áframhaldandi veru í deild þeirra bestu. Það er mikil ánægja með að tryggja þær áfram hjá Fram á komandi tímabili," segir í tilkynningu Fram.
Athugasemdir



