Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 13:59
Elvar Geir Magnússon
Besti leikmaður ítölsku deildarinnar er í Como
Nico Paz.
Nico Paz.
Mynd: EPA
Nico Paz, leikmaður Como, er efstur þegar kemur að meðaleinkunn leikmanna í ítölsku A-deildinni eftir þrettán umferðir. Christian Pulisic og Luka Modric eru í næstu sætum þar á eftir.

Hinn hæfileikaríki Paz er 21 árs og á sex landsleiki fyrir Argentínu. Hann gekk í raðir Como frá Real Madrid á síðasta ári.

Fjallað hefur verið um að Real Madrid sé með endurkaupsákvæði og sé líklegt til að nýta sér það til að kaupa þennan skemmtilega sóknarmiðjumann næsta sumar.

Tíu bestu leikmenn ítölsku A-deildarinnar það sem af er
Nico Paz (Como) 6.73
Pulisic (Milan) 6.69
Modric (Milan) 6.65
Maignan (Milan) 6.54
Falcone (Lecce) 6.54
M. Thuram (Inter) 6.5
Zambo Anguissa (Napoli) 6.5
Saelemaekers (Milan) 6.5
Dimarco (Inter) 6.46
Svilar (Roma) 6.46
(Samantekt á meðaleinkunn úr ítölskum fjölmiðlum)
Athugasemdir
banner
banner