Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
City gæti misst markmenn - Man Utd með augastað á Brown
Powerade
James Trafford vill fara frá City.
James Trafford vill fara frá City.
Mynd: EPA
Nathaniel Brown er á óskalista United.
Nathaniel Brown er á óskalista United.
Mynd: EPA
Mateta er opinn fyrir því að fara til Ítalíu
Mateta er opinn fyrir því að fara til Ítalíu
Mynd: EPA
James Trafford vill fara frá Man City, Jean-Philippe Mateta á óskalista AC Milan og Atletico er tilbúið að selja Conor Gallagher. Þetta og fleira er í slúðurpakka dagsins, það er BBC sem tekur saman það helsta og samantektin er í boði Powerade.



James Trafford (23) markvörður Man City vill fara í janúar en hann er varamarkvörður fyrir Gianluigi Donnarumma hjá City. Þriðji markvörðurinn, Stefan Ortega (33) gæti líka verið í leit að nýrri áskorun. (Mail)

Jean-Philippe Mateta (28) er opinn fyrir því að fara til Ítalíu og AC Milan er á meðal félaga sem hefur áhuga. (Talksport)

Atletico Madrid hafnaði lánstilboðum frá Manchester United í Conor Gallagher (24) í sumar en hann gæti verið falur fyrir 26 milljónir punda í janúar eða næsta sumar. (Romano)

William Osula (22), framherji Newcastle, er á óskalista Eintracht Franfurt, en þýska félagið hefur ekki lengur áhuga á Niclas Fullkrug (32) hjá West Ham. (Sky Sports í Þýskalandi)

Arsenal er að fá tvíbura frá Ekvador. Þeir Edwin og Holger Quintero eru 16 ára en geta komið til Arsenal frá Independiente Del Valle þegar þeir verða 18 ára sumarið 2027. (ESPN)

Sunderland vill fá fyrrum leikmann Arsenal, Matteo Guendouzi (26) frá Lazio. Franski miðjumaðurinn er sagður opinn fyrir þeim möguleika. (i Paper)

Roma gæti reynt að fá Mathys Tel (20) framherja Tottenham í janúar ef félaginu tekst ekki að fá Joshua Zirkzee (24) frá Man Utd. (Il Messaggero)

Man Utd fylgist með Nathaniel Brown (22) vinstri bakverði Frankfurt og þýska landsliðsins. Rela Madrid og Barcelona hafa einnig áhuga. (Florian Plettenberg)

Tottenham vill fá Samu Aghehowa (21) framherja Porto. Tottenham hefur áhyggjur af því að félagið muni tapa baráttunni við Man City um Antoine Semenyo (25) frá Bournemouth. (Teamtalk)

Sergio Ramos (39) vill snúa aftur til Evrópu þegar samningur hans við Monterrey í Mexíkó rennur út í lok ás. AC Milan fylgist með stöðu mála. (Calciomercato)

Nottingham Forest fylgist með stöðunni á Stefan de Vrij (33) hjá Inter en miðvörðurinn verður samningslaus næsta sumar. (Football Insider)
Athugasemdir
banner