Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Auka mátt VAR á HM - Skoða hornspyrnur og seinni gulu spjöldin
Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA.
Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA.
Mynd: EPA
FIFA ætlar að auka notkun á VAR myndbandsdómgæslunni á HM á næsta ári. Meðal annars á að nota VAR til að fylgjast með því að hornspyrnudómar séu réttir eða rangir.

Þá verður VAR notað til að skoða hvort seinni gulu spjöld, sem leiða í rauð, séu rétt.

Hálfsjálfvirka rangstöðutæknin verður notuð og dómarar tilkynna ákvarðanir sínar í hátalarakerfinu.

Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, hefur verið talsmaður þess að auka notkun á tækninni í dómgæslu.

Það er mikil pressa á að biðin eftir niðurstöðum í VAR dómum taki ekki of langan tíma en Collina segir að það eigi ekki að vera neitt vandamál á HM.
Athugasemdir
banner
banner