Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Siggi Raggi, var í gær kynntur sem nýr þjálfari NSÍ Runavíkur í Færeyjum.
Siggi Raggi gerir eins ár samning við færeyska félagið. Hann fetar í fótspor Skagamannsins Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfaði NSÍ tímabilið 2019. Þá endaði liðið í þriðja sæti deildarinnar, en það er einmitt sama sæti og liðið endaði í á nýliðnu tímabili.
Siggi Raggi var spurður út í Guðjón.
Siggi Raggi gerir eins ár samning við færeyska félagið. Hann fetar í fótspor Skagamannsins Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfaði NSÍ tímabilið 2019. Þá endaði liðið í þriðja sæti deildarinnar, en það er einmitt sama sæti og liðið endaði í á nýliðnu tímabili.
Siggi Raggi var spurður út í Guðjón.
„Fólkið hér man vel eftir Guðjóni og talar vel um hann enda var hann frábær þjálfari. Ég hef ekki verið neitt í sambandi við hann en hann skilaði góðu starfi hérna og fólkið hér var ánægt með hann!" segir Siggi Raggi.
„Guðjón þjálfaði mig þegar ég var ungur leikmaður í KR og það er gaman að feta í hans fótspor," bætti hann við.
Siggi Raggi lék undir stjórn Guðjóns tímabilið 1994 en Guðjón kom það ár frá ÍA.
Athugasemdir

