Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Börsungar með fjögurra stiga forystu eftir endurkomusigur
Raphinha skoraði fyrir Barcelona
Raphinha skoraði fyrir Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona 3 - 1 Atletico Madrid
0-1 Alex Baena ('19 )
1-1 Raphinha ('26 )
1-1 Robert Lewandowski ('36 , Misnotað víti)
2-1 Dani Olmo ('65 )
3-1 Ferran Torres ('90 )

Spánarmeistarar Barcelona eru með fjögurra stiga forystu á toppi La Liga eftir að hafa unnið endurkomusigur á Atlético Madríd, 3-1, á Nou Camp í kvöld.

Atlético byrjaði betur. Alex Baena slapp inn fyrir á 19. mínútu og setti boltann auðveldlega framhjá Joan Garcia í markinu. Það fór ekkert um Börsunga sem svöruðu sjö mínútum síðar er Raphinha var sendur í gegn, hann skeiðaði framhjá Jan Oblak og renndi boltanum í netið.

Robert Lewandowski fékk tækifæri til að koma Barcelona yfir á 36. mínútu. Brotið var á Dani Olmo í teignum, en Lewandowski þrumaði vítaspyrnunni hátt yfir markið.

Olmo hélt áfram að valda vörn Atlético vandræðum. Hann skoraði á 65. mínútu eftir skemmtilegt samspil. Þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum hjá Olmo.

Ferran Torres gerði síðan út um leikinn í uppbótartíma og kom Barcelona í fjögurra stiga forystu á toppnum en Atlético með 31 stig í 4. sæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 15 12 1 2 42 17 +25 37
2 Real Madrid 14 10 3 1 29 13 +16 33
3 Villarreal 14 10 2 2 29 13 +16 32
4 Atletico Madrid 15 9 4 2 28 14 +14 31
5 Betis 14 6 6 2 22 14 +8 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 14 6 2 6 13 15 -2 20
8 Athletic 14 6 2 6 14 17 -3 20
9 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
10 Real Sociedad 14 4 4 6 19 21 -2 16
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
13 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
14 Alaves 14 4 3 7 12 15 -3 15
15 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
16 Mallorca 14 3 4 7 15 22 -7 13
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
20 Oviedo 14 2 3 9 7 22 -15 9
Athugasemdir
banner