Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 14:17
Elvar Geir Magnússon
Nuno segir að Paqueta sé ekki í andlegu jafnvægi
Nuno segir að Paqueta sé ekki í andlegu jafnvægi.
Nuno segir að Paqueta sé ekki í andlegu jafnvægi.
Mynd: EPA
Lucas Paqueta, miðjumaður West Ham, bað liðsfélaga sína afsökunar eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleiknum gegn Liverpool á sunnudag. Frá þessu greindi Nuno Espirito Santo, stjóri West Ham, á fréttamannafundi í dag.

Paqueta fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili fyrir mótmæli og gaf síðan út á samfélagsmiðlum að það væri enn verið að refsa sér eftir að hann var sakaður um brot á veðmálareglum. Paqueta var sýknaður fyrr á þessu ári.

Brasilíski miðjumaðurinn gagnrýndi enska fótboltasambandið fyrir að hafa ekki fengið neina sálfræðiaðstoð.

„Hann er ekki í andlegu jafnvægi. Hann er svekktur og sár, þetta hefur haft mikil áhrif á hann. Hann gerir sér grein fyrir mistökum sínum og ætlar að horfa fram veginn. Stundum veit fólk ekki af öllum vandamálum sem fótboltamenn þurfa að takast á við en Lucas mun komast yfir þessa stöðu," segir Nuno.

„Rannsóknin hafði áhrif á hann en hann er tilbúinn að horfa fram veginn, reyna að setja þetta til hliðar og halda áfram a' spila fótbolta með sama hætti. Hann mun fá allan þann stuðning og aðstoð frá félaginu sem hann þarf á að halda."


Athugasemdir
banner