Keith Andrews, stjóri Brentford, segir það algjöran draum að vinna með sóknarmanninum Igor Thiago sem hefur slegið í gegn með enska liðinu.
Brasilíumaðurinn, sem er 24 ára, skoraði tvö mörk í 3-1 sigri gegn Burnley um síðustu helgi og er alls með ellefu mörk í þrettán deildarleikjum.
Hann setti félagsmet hjá Brentford, sem Ivan Toney átti áður, í að vera snöggur að ná upp í tveggja stafa tölu í markaskorun.
Brasilíumaðurinn, sem er 24 ára, skoraði tvö mörk í 3-1 sigri gegn Burnley um síðustu helgi og er alls með ellefu mörk í þrettán deildarleikjum.
Hann setti félagsmet hjá Brentford, sem Ivan Toney átti áður, í að vera snöggur að ná upp í tveggja stafa tölu í markaskorun.
„Það er algjör draumur að vinna með honum. Hann er með svo hungur í að gera betur og hefur átt frábært tímabil," segir Andrews.
„Það þarf engan snilling í að sjá hversu góður hann hefur verið, tölfræðin hans sýnir það. Hann hefur mikil áhrif á það hvernig við spilum og er mikilvægur leikmaður fyrir okkur."
Brentford keypti Thiago frá Club Brugge í fyrra en hann var að glíma við meiðsli á sínu fyrsta tímabili. Hann hefur svo sprungið algjörlega út á þessu tímabili.
Athugasemdir


