Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Pope spilar ekki næstu vikurnar
Nick Pope, markvörður Newcastle.
Nick Pope, markvörður Newcastle.
Mynd: EPA
Nick Pope markvörður Newcastle er að glíma við nárameiðsli sem gætu haldið honum frá keppni í þrjár vikur til viðbótar. Hann var ekki með í sigrinum gegn Everton um liðna helgi þar sem Newcastle batt endi á sjö mánaða bið eftir útisigri í ensku úrvalsdeildinni.

Aaron Ramsdale, sem kom frá Southampton í sumar, mun fá tækifærið áfram en hann varði mark Newcastle í 4-1 sigrinum gegn Everton. Það var hans fysti byrjunarliðsleikur fyrir Newcastle í deildinni.

Framundan hjá liðinu er heimsókn frá Tottenham, ferðalag til Bayer Leverkusen, grannaslagur gegn Sunderland og leikur gegn Fulham í 8-liða úrslitum deildabikarsins.

Pope hafði fengið talsverða gagnrýni áður en hann meiddist en Eddie Howe kom honum til varnar í viðtölum.
Athugasemdir