Damir Muminovic mun spila með Grindavík í Lengjudeildinni næsta sumar eftir frábæran tíma hjá Breiðabliki. Hann skrifaði undir samning við Grindavík daginn eftir að hafa spilað í jafntefli Breiðabliks gegn tyrkneska liðinu Samsunspor í Sambandsdeildinni.
Fótbolti.net ræddi við hann eftir undirskriftina en hann var spurður að því hvort hann hefði ekki viljað vera áfram í Bestu deildinni.
Fótbolti.net ræddi við hann eftir undirskriftina en hann var spurður að því hvort hann hefði ekki viljað vera áfram í Bestu deildinni.
„Auðvitað vill maður það en einhverntíman þarf maður að hugsa um sjálfan sig og fjölskylduna. Eftir að ég tók fund með Grindavík fannst mér þetta spennandi. Ég er búinn að gera allt sem ég get gert með Breiðablik, vinna titla, spila í Evrópu og hitt og þetta út um allan heim. Ég er ánægður með það og er spenntur fyrir þessu verkefni," sagði Damir sem varð tvisvar Íslandsmeistari með Blikum.
Damir er með samning hjá Breiðabliki út árið og hann verður til taks í tveimur síðustu leikjum liðsins á árinu gegn Shamrock Rovers og Strasbourg í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
„Hausinn minn er þar að klára þessa tvo leiki og gera vel fyrir sjálfan mig og liðsfélaga mína," sagði Damir.
Athugasemdir




