Hilmar Elís Hilmarsson verður, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, að öllum líkindum ekki með ÍA á næsta tímabili. Hann er samningsbundinn félaginu og því þyrfti að kaupa hann af félaginu, en hann er ekki í plönum þess fyrir komandi tímabil.
Hilmar Elís er 22 ára varnarmaður, uppalinn í Skallagrími og lék 21 deildarleik á láni með Fjölni á síðasta tímabili eftir að hafa spilað tólf leiki í Bestu deildinni með ÍA sumarið 2024.
Hilmar Elís er 22 ára varnarmaður, uppalinn í Skallagrími og lék 21 deildarleik á láni með Fjölni á síðasta tímabili eftir að hafa spilað tólf leiki í Bestu deildinni með ÍA sumarið 2024.
Hann á alls að baki 96 KSÍ leiki og hefur skorað níu mörk í þeim, þar af eru fimm bikarmörk í níu leikjum.
Samningur Hilmars við ÍA gildir út tímabilið 2027.
Athugasemdir



