mið 11. mars 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal djúphreinsar Emirates
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Einhverjir leikmenn Arsenal fóru í sóttkví í gærkvöldi eftir rannsókn sem leiddi í ljós að þeir hefðu umgengst kórónóveiru smitaðan eiganda Olympiakos.

Sóttkvíin leiddi til þess að leik Manchester City og Arsenal, sem átti að fara fram í kvöld, var frestað.

Fjórir starfsmenn félagsins voru einnig sendir í sóttkví og því telur félagið rétt skref að djúphreinsa Emirates leikvanginn, heimavöll félagsins.

Arsenal segir að félagið hafi reynt að hafa völlinn eins hreinan og mögulegt er frá fyrstu fréttum um kórónaveiruna en nú er aukið tilefni til þess að fara vel yfir alla fleti sem gætu verið sýktir eftir heimsókn eiganda Olympiakos.

Allir sem komu nálægt Marinakis (innan við tvo metra frá honum) og/eða snertu hann hafa fengið þau skilaboð að einangra sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner