Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético hefur ekki tapað á heimavelli undir stjórn Simeone
Mynd: EPA
Atlético Madrid lagði Borussia Dortmund að velli í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi, með tveimur mörkum gegn einu.

Liðin eiga eftir að mætast aftur í Dortmund en Atlético fer inn í seinni leikinn með eins marks forystu eftir sigurinn í gær.

Það vekur athygli að þetta var sautjándi heimaleikur Atletico í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu undir stjórn Diego Simeone og hefur liðið ekki tapað einum einasta þeirra.

Af þessum 17 leikjum hefur Atletico unnið 11 og gert 6 sinnum jafntefli. Á sama tíma hefur liðið skorað 20 mörk og fengið aðeins 5 á sig.

Atlético endaði í öðru sæti Meistaradeildarinnar 2014 undir leiðsögn Simeone og svo aftur tveimur árum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner