Annað mark Fram gegn Vestra síðasta sunnudag skráist eftir allt saman sem sjálfsmark Eiðs Arons Sigurbjörnssonar, sem var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir Vestra.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 0 Vestri
Fjölmiðlar skráðu seinna markið sem sjálfsmark Eiðs í textalýsingum en boltinn breytti um stefnu af honum og endaði í netinu.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins skráði markið hinsvegar upphaflega á Chopart í opinberri skýrslu KSÍ en því hefur nú verið breytt.
Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net sem var á vellinum, segir augljóst að boltinn frá Kennie hafi ekki verið á leið á rammann og markið væri því sjálfsmark Eiðs.
Eiður vill væntanlega gleyma þessari frumraun sinni með Vestra í Bestu deildinni sem fyrst en hann kom til félagsins frá ÍBV fyrir nokkrum vikum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir