Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   þri 11. júní 2024 13:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skaut á Barcelona - „Við þurfum að gjalda fyrir það"
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: EPA
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, skaut á Barcelona þegar hann ræddi um meiðsli Frenkie de Jong eftir sigurinn á Íslandi í síðasta æfingaleiknum fyrir EM í gær.

Eftir leikinn var það opinberað að De Jong, ein af stjörnum Hollands, gæti ekki spilað á mótinu vegna meiðsla.

„Hann var ekki að fara að vera tilbúinn á þremur vikum, því miður," sagði Koeman.

„Frenkie hefur glímt við þessi meiðsli áður og við verðum að hugsa um heilsu hans. Félagið hans ákvað að taka áhættu og við þurfum að gjalda fyrir það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner