Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, skaut á Barcelona þegar hann ræddi um meiðsli Frenkie de Jong eftir sigurinn á Íslandi í síðasta æfingaleiknum fyrir EM í gær.
Eftir leikinn var það opinberað að De Jong, ein af stjörnum Hollands, gæti ekki spilað á mótinu vegna meiðsla.
Eftir leikinn var það opinberað að De Jong, ein af stjörnum Hollands, gæti ekki spilað á mótinu vegna meiðsla.
„Hann var ekki að fara að vera tilbúinn á þremur vikum, því miður," sagði Koeman.
„Frenkie hefur glímt við þessi meiðsli áður og við verðum að hugsa um heilsu hans. Félagið hans ákvað að taka áhættu og við þurfum að gjalda fyrir það."
Athugasemdir