fim 11. ágúst 2022 13:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú efnilegasta birtir mynd með Sveindísi - „Loksins saman aftur"
Kvenaboltinn
Sveindís í leik með íslenska landsliðinu í sumar.
Sveindís í leik með íslenska landsliðinu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, ein besta fótboltakona Íslands, er mætt aftur til þýska stórliðins Wolfsburg fyrir komandi keppnistímabil.

Sveindís tók þátt á Evrópumótinu í sumar þar sem hún var í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu. Sveindís var fljótust á EM.

Núna er spennandi tímabil framundan hjá þessari efnilegu fótboltakonu.

Hún byrjaði að spila með Wolfsburg, sem er eitt besta félagslið heims, á seinni hluta síðustu leiktíðar. Var hún fljót að vinna sér sæti í byrjunarliði Wolfsburg og verður spennandi að sjá hvað hún mun gera á tímabilinu sem er framundan. Wolfsburg er ríkjandi meistari með Þýskalandi og ætlar sér eflaust alla leið í Meistaradeild Evrópu.

Þýska landsliðskonan Lena Oberdorf birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum með Sveindísi, en þær virðast vera mjög góðar vinkonur. Þar skrifaði hún: „Loksins saman aftur."

Oberdorf, sem er öflugur miðjumaður, var valin efnilegust á EM í sumar og það er klárlega efniviður fyrir Wolfsburg í að gera sérstaka hluti með hana og Sveindísi í liðinu.

Þýska úrvalsdeildin hefst eftir um mánuð, en þetta kemur til með að vera barátta á milli Íslendingaliðanna - Bayern München og Wolfsburg - líkt og á síðasta ári.


Athugasemdir