Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. október 2021 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Fyrsti farseðillinn til Þýskalands
Þjóðverjar eru komnir inn á HM.
Þjóðverjar eru komnir inn á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Holland skoraði sex mörk.
Holland skoraði sex mörk.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Rússlands geta leyft sér að fagna í kvöld.
Stuðningsmenn Rússlands geta leyft sér að fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Rúmenía lagði Armeníu og er í öðru sæti í riðli okkar Íslendinga.
Rúmenía lagði Armeníu og er í öðru sæti í riðli okkar Íslendinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýskaland varð í kvöld fyrsta liðið - fyrir utan gestgjafanna í Katar - til að tryggja sér sæti á HM 2022.

Þjóðverjar lögðu Norður-Makedóníu að velli, 0-4, og er þannig öruggt með efsta sæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Rúmenía er í öðru sæti eftir 1-0 sigur á Armeníu, en þessi fjögur lið eru með okkur Íslendingum í riðli.

Fyrir síðustu tvo leikina er Ísland fimm stigum á eftir Rúmeníu og því eru enn möguleikar en þeir eru ekki miklir. Það er sárt að líta til baka og skoða úrslitin, í ljósi þess að við erum aðeins fimm stigum frá öðru sætinu - sem veitir þáttökurétt í umspili fyrir HM.

Sjá einnig:
Skyldusigur og Guðjohnsen á Guðjohnsen

Holland skoraði sex gegn Gíbraltar og er á toppnum í G-riðli, með tveimur stigum meira en Noregur sem er í öðru sæti eftir sigur á Svartfjallalandi. Svo kemur Tyrkland með tveimur stigum meira en Noregur.

Tékkland og Wales eru að berjast um annað sætið í E-riðli. Bæði þessi lið unnu í kvöld og eru með 11 stig, en Wales á leik til góða. Belgía er á toppnum með 16 stig.

Þá voru tvö jafntefli í H-riðlinum er Rússland skellti sér upp fyrir Króatíu á toppinn. Rússar eru með tveimur stigum meira en Króatía þegar tvær umferðir eru eftir. Liðin eiga eftir að mætast í Króatíu og mun sá leikur væntanlega ráða úrslitum um það hvor þjóðin fer beint á HM.

E-riðill:
Hvíta-Rússland 0 - 2 Tékkland
0-1 Patrik Schick ('22 )
0-2 Adam Hlozek ('65 )

Eistland 0 - 1 Wales
0-1 Kieffer Moore ('12 )

G-riðill:
Lettland 1 - 2 Tyrkland
0-1 Merih Demiral ('70 , sjálfsmark)
0-2 Serdar Dursun ('76 )
0-3 Burak Yilmaz ('90 )

Holland 6 - 0 Gíbraltar
1-0 Virgil van Dijk ('9 )
2-0 Memphis Depay ('21 )
3-0 Memphis Depay ('45 )
4-0 Denzel Dumfries ('48 )
5-0 Arnaut Groeneveld ('75 )
6-0 Donyell Malen ('86 )

Noregur 2 - 0 Svartfjallaland
1-0 Mohamed Elyounoussi ('29 )
2-0 Mohamed Elyounoussi ('90 )
Rautt spjald: Marko Vesovic, Montenegro ('90)

H-riðill:
Króatía 2 - 2 Slóvakía
0-1 Ivan Schranz ('20 )
1-1 Andrej Kramaric ('25 )
1-2 Lukas Haraslin ('45 )
2-2 Luka Modric ('71 )

Kýpur 2 - 2 Malta
1-0 Fotis Papoulis ('7 )
1-1 Zach Muscat ('53 )
2-1 Pieros Sotiriou ('80 )
2-2 Jurgen Degabriele ('90 )

Slóvenía 1 - 2 Rússland
0-1 Igor Diveev ('28 )
0-2 Georgi Dzhikiya ('32 )
1-2 Josip Ilicic ('40 )

J-riðill:
Norður-Makedónía 0 - 4 Þýskaland
0-1 Kai Havertz ('50 )
0-2 Timo Werner ('70 )
0-3 Timo Werner ('73 )
0-4 Jamal Musiala ('83 )

Rúmenía 1 - 0 Armenía
1-0 Alexandru Mitrita ('26 )
Athugasemdir
banner
banner
banner