Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   mið 11. desember 2024 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Högmo ekki bara orðaður við Ísland
Icelandair
Per-Mathias Högmo.
Per-Mathias Högmo.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo var í morgun orðaður við landsliðsþjálfarastarf Íslands en það er ekki eina starfið sem hann er orðaður við þessa stundina.

Hinn 65 ára gamli Högmo hefur einnig verið orðaður við Brann í Noregi en það starf er laust eftir að Eirik Horneland hætti störfum nýverið.

Hann er líka sagður á lista Häcken í Svíþjóð þar sem hann vann áður fyrr frábært starf. Hann gerði Häcken að Svíþjóðarmeistara og vann bikarinn þar líka.

Högmo starfaði síðast hjá Urawa Red Diamonds í Japan en var rekinn í ágúst, eftir að hafa verið sex mánuði í starfi.

Fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður einvígi gegn Kosóvó í mars þar sem Ísland berst um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Heimaleikur Íslands í því einvígi verður spilaður í Murcia á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner