Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo er orðaður við íslenska landsliðsþjálfarastarfið. Sænski miðillinn Fotbollskanalen segir að Högmo sé á blaði hjá KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Age Hareide lét af störfum í síðasta mánuði.
Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa verið nánast einu nöfnin í umræðunni um landsliðsþjálfarastarfið en nokkrir hafa kallað eftir því að erlendur aðili verði ráðinn.
Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa verið nánast einu nöfnin í umræðunni um landsliðsþjálfarastarfið en nokkrir hafa kallað eftir því að erlendur aðili verði ráðinn.
Högmo starfaði síðast hjá Urawa Red Diamonds í Japan en var rekinn í ágúst, eftir að hafa verið sex mánuði í starfi.
Högmo er 65 ára og stýrði norska landsliðinu 2013-2016. Hann er einnig með reynslu úr þjálfun yngri landsliða Noregs og þá stýrði hann kvennalandsliði Norðmanna 1997-2000.
Þá hefur hann þjálfað félagslið í Noregi og Svíþjóð. Hann gerði Häcken að sænskum meistara 2022 og Rosenborg að norskum meistara 2006.
Fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður einvígi gegn Kosóvó í mars þar sem Ísland berst um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Heimaleikur Íslands í því einvígi verður spilaður í Murcia á Spáni.
Athugasemdir