Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. janúar 2021 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba: Ég er alltaf ánægður þegar við vinnum
Mynd: Getty Images
„Við vissum að leikurinn yrði mjög erfiður og augljóslega vildum við vinna. Það er ekki auðvelt að spila hérna," sagði Paul Pogba, miðjumaður Manchester United eftir 1-0 sigur gegn Burnley.

Man Utd er á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. Pogba skoraði sigurmarkið í leiknum.

„Við fengum stigin þrjú og við erum ánægðir með þau. Það er enn langur vegur framundan og við verðum að halda einbeitingu út tímabilið."

Pogba var ósáttur við að mark Harry Maguire í fyrri hálfleiknum var dæmt af. „Þetta var klárlega mark - ég skil ekki hvað gerðist. Þetta var fallegt mark en dómarinn ákvað að svo var ekki. Þetta var skrýtin ákvörðun en við fengum úrslitin sem við vildum og við erum ánægðir með það."

„Þeir eru með sinn leikstíl, eru mjög sterkir og við vissum að þetta yrði erfitt. Við urðum að vera rólegir, einbeita okkur að okkur og vonast til þess að markið myndi koma sem það gerði svo. Þetta var frábær frammistaða hjá öllum."

„Ég er alltaf ánægður þegar við vinnum. Í dag unnum við og ég er ánægður að við spiluðum vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner