banner
   þri 12. janúar 2021 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Atletico í býsna góðum málum á toppnum
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með góðum heimasigri gegn Sevilla í kvöld.

Argentínumaðurinn Angel Correa kom Atletico yfir á 17. mínútu og miðjumaðurinn Saul gerði stöðu Atletico þægilegri þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Það reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur 2-0 fyrir Atletico sem er í býsna góðri stöðu á toppnum með fjórum stigum meira en Real Madrid í öðru sæti, og tvo leiki til góða. Sevilla er í sjötta sæti með 30 stig.

Granada er í sjöunda sæti með 27 stig eftir flottan heimasigur á Osasuna fyrr í kvöld, 2-0. Osasuna er í 19. sæti.

Atletico Madrid 2 - 0 Sevilla
1-0 Angel Correa ('17 )
2-0 Saul ('76 )

Granada CF 2 - 0 Osasuna
1-0 Luis Suarez ('22 )
1-1 Sergio Herrera ('45 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner