Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. febrúar 2020 11:00
Miðjan
Missti starfið í kjölfar drykkju leikmanna á karlaleik
Jón Páll þjálfaði Fylki 2011 og 2012.
Jón Páll þjálfaði Fylki 2011 og 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll Pálmason er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni í dag. Jón Páll talar þar um söguna af því þegar hann var rekinn frá Fylki þegar hann var þjálfari meistaraflokks kvenna árið 2012. Eftir drykkju leikmanna ákvað Jón Páll að setja æfingu á föstudegi um Verslunarmannahelgina og það varð til þess að hann missti starfið. Málið átti sér lengri aðdraganda.

„Það sem gerist er að það er leikur í meistaraflokki karla. Stelpurnar voru á leiknum og voru með eitthvað í flöskunni sinni sem var sterkara en í flöskunni þinni. Þær voru að skottast inn í klefa og blanda eitthvað meira. Þetta voru mistök af þeirra hálfu og þær viðurkenndu það alveg," sagði Jón Páll.

Jón Páll þjálfaði Fylki einnig árið 2011 en hann segir að leikmenn liðsins hafi verið meira úti á lífinu árið eftir. „Ég held að ástæðan hafi verið sú að það voru 2-3 stelpur í liðinu, jafnvel fleiri, sem urðu single. Hvað gerir ungt fólk sem er single? Það fer oftar út á lífið en gengur og gerist. Þetta voru sterkir karakterar og það vindur upp á sig."

Eftir hegðun leikmanna á leiknum hjá meistaraflokki karla ákvað Jón Páll ásamt stjórninni að taka fund með leikmönnum.

„Við stjórnin ákváðum að taka fund með þeim og sögðum að þetta gengi ekki upp. Þær voru hjartanlega sammála því að þetta væri óviðeigandi. Það var stutt í Verslunarmannahelgi. Við sögðumst ætla að setjast niður eftir Verslunarmannahelgi og fara yfir þessi mál. Það var ein helgi fram að Verslunarmannahelgi og ég sagðist ekki hafa áhuga á að heyra af einhverri af þeim niðri í bæ um helgina. Ef ég myndi heyra af því þá myndum við hafa æfingu á föstudeginum á eftir."

Ósáttar með æfingu á föstudegi um Verslunarmannahelgi
Leikmenn Fylkis voru margir á leið á Þjóðhátíð umræddan föstudag.

„Síðan gerðist það laugardaginn 27. júlí að einn leikmaður fannst niðri í bæ. Ég sagði að það yrði æfing á föstudaginn og það varð allt vitlaust. Leikmannahópurinn varð mjög reiður. Þær voru allar nema ein búnar að vera mjög loyal. Það sem var áhugavert var að stjórnin sagði að ég gæti ekki gert þetta. Ég spurði hvort við hefðum ekki verið sammála um þetta fyrir fjórum dögum síðan? 'Þið verðið að þora að setja fótinn niður einhversstaðar,' sagði ég. Það voru fundir út um allt."

„Við vorum búin að leysa þetta mál, ég og Hrafnhildur Hekla fyrirliði. Við ætluðum að hafa morgunæfingu snemma á föstudeginum. Þá stóð prinsippið. Við vorum búin að ákveða þetta. Það var of seint því að ég var boðaður á fund, þar sem sagt var að þetta væri óleysanlegt mál og þeir yrðu að láta mig fara. Ég sagði 'Ekkert mál' stóð síðan upp og sagði að við hefðum leyst þetta í gærkvöldi."


Kostaði óregla leikmanna Jón Pál starfið? „Já og nei. Ég var þjálfarinn og ég ber ábyrgð. Ég var ekki með jafngóða stjórn á þessum hóp og ég hafði átt og ég hefði viljað hafa. Þetta gekk ekki upp þarna. Rest is history. Þær spiluðu átta leiki það sem eftir var tímabils, unnu ekki leik og féllu með ósæmd. Þær náðu sér síðan aftur á strik," sagði Jón Páll.
Miðjan - Jón Páll frá Pacman Pizza til Ólafsvíkur
Athugasemdir
banner
banner