fim 12. mars 2020 11:49
Elvar Geir Magnússon
EM umspilið í uppnámi - Bosnía biður UEFA um frestun
Miralem Pjanic, leikmaður Bosníu.
Miralem Pjanic, leikmaður Bosníu.
Mynd: Getty Images
Bosnía og Hersegóvína hefur formlega beðið UEFA um að fresta heimaleik liðsins gegn Norður-Írlandi. Ákveðið hafði verið að spila leikinn fyrir luktum dyrum en nú vill knattspyrnusamband Bosníu að leiknum verði frestað.

Ástæðan er kórónaveirufaraldurinn sem herjar á heimsbyggðina.

Sigurliðið á að mæta sigurvegaranum í viðureign Slóvakíu og Írlands í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Sagan segir að innan UEFA hafi verið rætt um að mögulega þurfi að fresta umspilinu og einnig hafa verið vangaveltur um að lokamóti EM verði frestað um eitt ár.

Eins og staðan er núna eiga umspilsleikirnir þó að fara fram og þeim verður ekki frestað en ekki er pláss í leikjadagatalinu til að færa leikina til.

Það er því komin aukin pressa á UEFA að fresta umspilsleikjunum en Ísland á að leika gegn Rúmeníu þann 26. mars, sama dag og leikur Bosníu og Norður-Írlands á að fara fram.

Sjá einnig:
KSÍ með þrjár áætlanir fyrir landsleikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner