Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 12. mars 2020 19:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Man Utd skoraði fimm - Tvö í uppbótartíma
Basel vann óvæntan stórsigur og Visca hetjan á ný
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum af sex er lokið í Evrópudeildinni í kvöld. Í kvöld fara fram fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum keppninnar. Tveimur viðureignum var frestað og óvíst er hvenær þær fara fram eða hvort þær fari fram, það mun koma í ljós síðar.

Við byrjum yfirferðina í Austurríki þar sem Manchester United var í heimsókn og mætti heimamönnum í LASK Linz. Odion Ighalo var í byrjunarliði Manchester United og skoraði hann fyrsta mark leiksins með frábæru skoti eftir laglegan undirbúning.

Ighalo lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Daniel James og eftir frábæra sendingu Fred skoraði Juan Mata þriðja mark United. Í uppbótartíma komu svo tvö mörk í viðbót frá United. Fyrst skoraði varamaðurinn Mason Greenwood sitt 12. mark fyrir United á leiktíðinni og svo bætti Andreas Pereira við fimmta marki United og fer því liðið með fimm marka forskot fyrir seinni leikinn sem fer fram næsta fimmtudag á Old Trafford ef plön haldast óbreytt.

Í Frankfurt tóku heimamenn í Eintracht á móti Basel. Óhætt er að segja að gestirnir hafi unnið óvæntan sigur þar því fyrirfram voru heimamenn taldir líklegri. Samuele Campo kom gestunum yfir með marki úr aukaspyrnu og Kevin Bua kom þeim í 0-2 með marki á 73. mínútu. Það var svo Fabian Frei sem innsiglaði 0-3 sigur.

Í Tyrklandi var það hetjan frá því í 32-liða úrslitum, Edin Visca, sem skoraði eina mark leiksins. Það kom af vítapunktinum undir lok leiksins. Basel, United og Istanbul Basaksehir eru því með forskot eftir þessa þrjá leiki.

Istanbul Basaksehir 1 - 0 FC Kobenhavn
1-0 Edin Visca ('88 , víti)

Eintracht Frankfurt 0 - 3 Basel
0-1 Samuele Campo ('27 )
0-2 Kevin Bua ('73 )
0-3 Fabian Frei ('85 )

LASK Linz 0 - 5 Manchester Utd
0-1 Odion Ighalo ('28 )
0-2 Daniel James ('58 )
0-3 Juan Mata ('82 )
0-4 Mason Greenwood ('90 )
0-5 Andreas Pereira ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner